Laxveiði- og sögusafnið í Ferjukoti, Vegagerðin og Sæmundur Sigmundsson standa fyrir samkomu við gömlu Hvítárbrúna kl. 16 á laugardaginn kemur, þann 9. ágúst, í tilefni 80 ára vígsluafmælis brúarinnar.Sama dag verður 90 ára innflutningsafmælis dráttarvélarinnar á Íslandi minnst í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri og meðal annarra dagskrárliða er samsetning stærstu dráttarvélar landsins. 
Sjá nánar á www.landbunadarsafn.is 
Ljósmynd með frétt: Gamla Hvítárbrúin við Ferjukot. Eileen McCurdy