Borgarnesnefndin er samstarfsnefnd bæjarstjórnar Borgarbyggðar og Vegagerðarinnar um athugun helstu valkosta á framtíðarlegu Þjóðvegar 1 um Borgarnes.Borgarnesnefndin tók til starfa haustið 1999 og hefur nú lokið störfum með útgáfu skýrslu sem ber heitið:ÞJÓÐVEGUR 1 UM BORGARNES – SAMANBURÐUR VALKOSTA. (Adobe Acrobat skjal)Borgarnesnefndin efnir til kynningarfundar um málefnið að Hótel Borgarnesi þriðjudaginn 24. apríl 2001, kl. 20,oo. Dagskrá:1. Aðdragandi verkefnisins Stefán …
Bæjarstjórnarfundur
Bæjarstjórnarfundur verður haldinn miðvikudaginn 11. apríl 2001 að Borgarbraut 11 og hefst kl. 16,oo. DAGSKRÁ 1. Ársreikningur bæjarsjóðs Borgarbyggðar 2000 ( fyrri umræða ). 2. Ársreikningur framkvæmdasjóðs 2000 ( fyrri umræða ). 3. Ársreikningur félagslegra íbúða 2000 ( fyrri umræða ). 4. Ársreikningur Hitaveitu Borgarness 2000 ( fyrri umræða ). 5. Ársreikningur Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar 2000. 6. Fundargerð bæjarstjórnar …
Árshátíð Grunnskólans í Borgarnesi 2001
Árshátíð Nemendafélags Grunnskóla Borgarness stendur nú yfir ífélagsmiðstöðinni Óðal og var frumsýning laugardaginn 17. mars. Æfingar í leiklistarklúbbnum hafa staðið í nokkrar vikur og er árangurinn núkominn á fjalirnar í félagsmiðstöðinni.Það eru valin atriði úr Gaukshreiðrinu í leikstjórn Stefáns Sturlu Sigurjónssonar sem unglingarnir taka fyrir í ár.Sýningar verða út þessa viku og er vonandi að sem flestir mæti á sýningar …
Hátíðarsamþykkt bæjarstjórnar Borgarbyggðar.
Á 100. fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar 15. mars s.l. var samþykkt svohljóðandi tillaga:,, Í tilefni af 100. fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar, sem haldinn er í veiðihúsinu við Hítará 15. mars 2001, samþykkir bæjarstjórn að veita Safnahúsi Borgarfjarðar 500.000 króna framlag til að þróa nánar og útfæra fram komnar hugmyndir um stofnun í minningu Egils Skallagrímssonar. Niðurstöður úr þeirri vinnu skulu sendar bæjarstjórn …
Skólastefna Borgarbyggðar
Á fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar 18. janúar s.l. var samþykkt skólastefna Borgarbyggðar. Í skólastefnunni koma fram áherslur Borgarbyggðar í skólamálum varðandi grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla.Skólastefnan er svohljóðandi: SKÓLASTEFNASkólastefna Borgarbyggðar nær til leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla sveitarfélagsins. Lög, reglugerðir og aðalnámsskrár eru grundvöllur stefnu um skólastarf ásamt ákvörðunum bæjarstjórnar. Hver skólastofnun getur markað eigin skólastefnu í samræmi við stefnu sveitarfélagsins og hefur …
Bæjarstjórnarfundur
100. fundur bæjarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn fimmtudaginn 15. mars 2001 í veiðihúsinu við Hítará og hefst kl. 16,3o. Dagskrá fundarins er þannig: 1. Tillaga um breytingu á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Borgarbyggðar (seinni umræða). 2. Fundargerð bæjarstjórnar 22.02. ( 99 ). 3. Fundargerðir bæjarráðs 01.03. og 08.03. ( 330, 331 ). 4. Fundargerð skipulags- og bygginganefndar 26.02. ( 46 …
Grunnskólinn í Borgarnesi fær tölvur
Nú er lokið fyrsta áfanga í heildarendurnýjun tölvukosts Grunnskólans í Borgarnesi. Gengið hefur verið frá kaupun á 24 tölvum af Dell gerð frá EJS ásamt prenturum og skjávarpa. 16 af þessum vélum eru í endurgerðu tölvuveri skólans og kemur það til með að breyta miklu fyrir skólann. Koma þessar vélar í stað 6 ára gamalla véla sem verða nú teknar …
Næsti bæjarstjórnarfundur
Ákveðið hefur verið að fresta næsta bæjarstjórnarfundi um viku frá því sem áður var gert ráð fyrir og verður hann fimmtudaginn 22. febrúar og hefst kl. 16,oo.
Styrkir til íþrótta-, tómstunda og æskulýðsmála 2001
Tómstundanefnd Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum vegna úthlutunar á peningalegum styrkjum til íþrótta- tómstunda- og æskulýðsstarfsemi fyrir árið 2001. Umsóknir þurfa að hafa borist til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Borgarbraut 11 fyrir þriðjudaginn 20. febrúar n.k. Um styrki geta sótt félög og aðilar í Borgarbyggð sem sinna íþrótta- tómstunda- og æskulýðsstarfi eða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi. Úthlutunarreglur vegna …
Umsóknir um styrki úr Menningarsjóði
Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menningarmál í Borgarbyggð. Æskilegt er að með umsókninni fylgi bókhaldsuppgjör síðasta árs, eða starfsárs og áætlun um nýtingu styrksins ásamt greinargerð. Að loknu starfsári afhendist sjóðsstjórn greinargerð um nýtingu styrksins. Umsóknir skulu berast stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar, Borgarbraut 11, Borgarnesi fyrir 20. febrúar …