Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Borgarbyggðar þann 15. nóvember síðastliðinn voru, meðal annars, til umfjöllunar erindi frá Orkustofnun og Fiskistofu. Orkustofnun vill minna landeigendur á tilkynningaskyldu landeigenda vegna jarðboranna. Samkvæmt 1. mgr. 10.gr. laga nr. 57/1998 er landeiganda heimilt án leyfis að hagnýta jarðhita í eignarlandi sínu til heimilis- og búsþarfa, þar með talið til ylræktar, iðnaðar og iðju, …
Kveikt á jólatré Borgarbyggðar
Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli í Borgarnesi sunnudaginn 28. nóvember kl. 17.00 Dagskrá : Ávarp Björns Bjarka Þorsteinssonar formanns byggðarráðs Borgarbyggðar Jólasveinarnir koma af fjöllum og gleðja börnin – jólatónlist Heitt kakó veitt á staðnum Komið og njótið andrúmslofts aðventunnar Borgarbyggð * Ef veður er slæmt verður athöfninni frestað, vinsamlegast leitið upplýsinga samdægurs hér á …
Stjórnlagaþingskosningar í Borgarbyggð
Kosningar til stjórnlagaþings fara fram 27. nóvember n.k. Á kjörskrá í Borgarbyggð eru allir sem voru með lögheimili í sveitarfélaginu 6. nóvember s.l og uppfylla öll skilyrði laga um kosningarétt í kosningum til Alþingis sbr. lög nr. 24/2000. Kjörstaðir í Borgarbyggð verða 6 eins og verið hefur en vakin er athygli á að ekki er sami opnunartími á öllum …
Jólatónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar
Miðvikudaginn 8. desember næstkomandi hefst jólatónleikaröð Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Fyrstu tónleikarnir verða í Logalandi í Reykholtsdal og hefjast þeir kl. 20.30. Nemendur Tónlistarskólans heimsækja félagsstarf eldri borgara föstudaginn 10. desember kl. 13.30. Smellið hér til að sjá auglýsingu um jólatónleikaröð Tónlistarskólans.
„Hátíð fer að höndum ein“
Kammerkór Reykjavíkur verður með tónleika í Reykholtskirkju sunnudaginn 28. nóvember 2010 kl. 17.00. Stjórnandi er Sigurður Bragason, orgelleikari Bjarni Þ. Jónatansson. Einsöngvarar koma úr röðum kórfélaga. Á efnisskránni er íslensk og erlend kirkjutónlist sem að stórum hluta tengist jólum og aðventu. Frumflutt verður verkið “Barnabænir” eftir Oliver Kentish og lagið “Jólanótt” eftir stjórnanda kórsins við ljóð Þorsteins Valdimarssonar, einnig …
Endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2010
Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar fimmtudaginn 18. nóvember síðastliðinn var samþykkt samhljóða endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Helstu niðurstöðutölur samstæðureiknings eru: Heildartekjur 2.352,5 milljónir Niðurstaða án fjármagnsliða 176,4milljónir Rekstrarafgangur44,8 milljónir Framkvæmdir og fjárfestingar 23,5 milljónir Veltufé frá rekstri 194, 3 milljónir Niðurstaða endurskoðaðrar áætlunar er nokkru betri en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Helstu ástæður þess eru hærri tekjur …
Hjálmaklettur skal það heita
Mennta- og menningarhátíðin, Menntun og skemmtun, fór fram í menningarhúsinu í Borgarnesi á laugardaginn. Borgarbyggð keypti húsið síðastliðinn föstudag af Íslandsbanka. Efnt var til samkeppni um nafn á húsið og hlaut það nafnið Hjálmaklettur eftir tillögu Guðrúnar Jónsdóttur í Borgarnesi. Alls bárust tillögur frá 15 aðilum sem lögðu til 39 nöfn. Dagskráin var þéttskipuð og margir fróðlegir fyrirlestrar fluttir auk …
Eruð þið búin að Bach-a fyrir jólin?
Fréttatilkynning Tónlistarfélag Borgarfjarðar býður til dagskrár í tali og tónum í aðdraganda aðventu. Um árabil hefur Tónlistarfélag Borgarfjarðar efnt til tónleika við upphaf aðventu í samvinnu við Reykholtskirkju og Borgarfjarðarprófastsdæmi. Dagskráin, sem ber yfirskriftina „Eruð þið búin að Bach-a fyrir jólin?“ verður með nokkuð óvenjulegu sniði að þessu sinni. Tómas Guðni Eggertsson orgelleikari leikur sálmforleiki eftir J.S. Bach á hið …
Kjörskrá vegna stjórnlagaþings
Kjörskrá Borgarbyggðar vegna stjórnlagaþingskosninganna 27. nóvember n.k. liggur frammi á skrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 17. nóvember til kjördags.
Menntun og skemmtun á laugardaginn
Mennta- og menningarhátíð verður haldin í Menntaskóla Borgarfjarðar á morgun laugardag á milli kl. 13 og 17. Á hátíðinni er að finna glæsilegt úrval atriða úr héraðinu þar sem menntun og menning eru í fyrirrúmi. Sjá má dagskrána hér með fyrirvara um breytingar.