Líflegt tónlistarlíf í Borgarbyggð

desember 16, 2010
Mjög líflegt tónlistarlíf hefur einkennt aðventuna það sem af er. Fjölmargir kórar, söngvarar, hljómsveitir og tónlistarskólanemar hafa haldið jólatónleika vítt og breytt um héraðið. Í dag og á morgun verða tónleikar í Borgarneskirkju, Landnámssetri og Reykholtskirkju. Náttsöngvar Samkórs Mýramanna og kórs Menntaskólans verða í Borgarneskirkju í kvöld, fimmtudag og hljómsveitin Brother Grass verður í Landnámssetri. Á föstudagskvöld verða jólatónleikar Jóhönnu Guðrúnar í Reykholtskirkju og hefjast kl. 20.00.
 

Share: