Nýverið tilkynnti Borgarbyggð að dregið yrði úr jólaskreytingum í Borgarnesi og ekki væri fyrirhugað að setja jólaskreytingar á staura líkt gert hefur verið undanfarin ár. Eigendur verslana og fyrirtækja í Borgarnesi höfðu í kjölfarið samband við sveitarfélagið og óskuðu eftir samstarfi um jólaskreytingar og að þeir væru tilbúinir til að koma með veglegum hætti að skreytingum í bænum í ár. …
Kveikt á jólatré Borgarbyggðar
Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli sunnudaginn 27. nóvember kl. 17,00. Dagskrá: Ávarp Björns Bjarka Þorsteinssonar formanns byggðarráðs Jólatónlist Jólasveinar koma af fjöllum og gleðja börnin Heitt kakó verður á staðnum Komið og njótið andrúmslofts aðventunnar
Útgáfuhátíð í Hjálmakletti
Borgarnes 1911Í tilefni af útgáfu bókarinnar „Víst þeir sóttu sjóinn“ verður blásið til útgáfuhátíðar í Hjálmakletti föstudaginn 25. nóvember. Bókin, sem er útgerðarsaga Borgfirðinga, er skráð af Ara Sigvaldasyni. Allir eru velkomnir á útgáfuhátíðina sem hefs kl. 17.00. Sjá auglýsingu hér. Myndin er tekin af ljósmyndavef Safnahúss
Héraðsmót fellur niður
Tilkynning frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar: Héraðsmóti UMSB í frjálsum íþróttum innanhúss, sem halda átti laugardaginn 26. nóvember, er því miður aflýst af óviðráðanlegum orsökum.
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2012 – fyrri umræða
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum 16. nóvember s.l. að vísa fjárhagsáætlun Borgarbyggðar til síðari umræðu sem fram fer 8. desember n.k. Í forsendum fjárhagsáætlunar Borgarbyggðar er gert ráð fyrir að skatttekjur hækki um tæp 6% og verði 1929 milljónir, aðrar tekjur hækka einnig og verða 535 milljónir. Alls er því gert ráð fyrir hækkun tekna upp á tæp …
Arabískt kvöld í Landnámssetri
Arabískt hlaðborð og upplestur Sigríður Víðis Jónsdóttir, höfundur bókarinnar Ríkisfang: Ekkert, les upp úr bókinni, segir frá hugmyndinni að baki henni og sýnir ljósmyndir sem hún tók í Írak og Palestínu. Bókin hefur vakið mikla athygli og fengið einróma lof gagnrýnenda en hún fjallar um Línu, Abeer og hinar flóttakonurnar sem fengu hæli á Akranesi haustið 2008. Hvernig er …
Kynningarfundur um hvítbókina
Næstkomandi þriðjudag stendur umhverfisráðuneytið fyrir almennum kynningarfundi í Borgarnesi um hvítbók sem nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga skilaði af sér í haust og felur í sér heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi. Hvíbókin verður grunnur að væntanlegri endurskoðun náttúruverndarlaga sem unnið verður að á komandi mánuðum. Í hvítbókinni er m.a. fjallað um nýjar aðferðir og viðhorf sem hafa rutt sér …
Flokkun í sorpgáma
Af gefnu tilefni eru íbúar beðnir um að vanda betur flokkun í sorpgáma á grenndarstöðvum í Borgarbyggð. Það er sveitarfélaginu mjög dýrt að þurfa að láta flokka sorpið úr gámunum. Því er fólk vinsamlega beðið um að virða merkingar og flokka rétt í gámana. Í járnagám á bara að fara járn, í timburgám á bara að fara timbur. Í almennt …
Fjör á Æskulýðsballi
Árlegt Forvarna- og æskulýðsball unglinga fór fram í Borgarnesi síðastliðinn fimmtudag. Um 300 hundruð unglingar frá 16 skólum komu á ballið og skemmtu sér hið besta án vímuefna. Æskulýðsballið er mjög vinsælt meðal unglinga og þessi árlega uppákoma er eitt fjölmennasta unglingaball sem haldið er hér um slóðir. Í mörgum skólanna eru unnin forvarnarverkefni dagana fyrir ball, bæði inní í …
Borgarnes – bærinn okkar
Opinn fundur í Hótel Borgarnesi þriðjudaginn 15. nóvember kl. 20.00. Kynnt verða helstu verkefni sem Neðribæjarsamtökin gætu unnið að 2011 – 2012 og rætt um hvernig hlúa má að þeim þannig að þau vaxi og dafni. M.a mun Sigríður Margrét Guðmundsdóttir fara yfir stöðuna eins og hún er í dag, Eiríkur Jónsson segir frá Danshátíð/Brákarhátíð, kynntar verða hugmyndir og vangaveltur …