Útgerðarsagan fær góða dóma

desember 28, 2011
Víst þeir sóttu sjóinn – Útgerðarsaga Borgfirðinga eftir Ara Sigvaldason kom út nú fyrir jólin. Í ritdómi Helga Bjarnasonar í Morgunblaðinu rétt fyrir jól fékk bókin góða umfjöllun og fjórar stjörnur. Áhugamenn um útgerðarsögu Borgfirðinga hafa unnið að því að halda sögunni á lofti og við lestur bókarinnar kemur í ljós að heilmikil saga er af þessu sviði atvinnulífsins segir m.a í umfjöllun Helga auk þess sem hann hrósar höfundi fyrir létt yfirbragð og gott verk. Það er Grímshús sem gefur bókina út en afrakstur af sölu bókarinnar á að nota í endurgerð Grímshúss við Borgarneshöfn. Þar er draumurinn að koma upp safni til kynningar á útgerðar- og samgöngusögu Borgfirðinga.
 

Share: