Viltu vera með í Slökkviliði Borgarbyggðar?

Slökkvilið Borgarbyggðar leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingum til liðs við okkur.Boðið er upp á krefjandi en gefandi verkefni þar sem samvinna, þor og styrkur skipta öllu máli. Kynningarkvöld verður haldið á slökkvistöðinni í Borgarnesi á Sólbakka 13-15, þann 14. október n.k. kl. 20:00. Hæfniskröfur:Sveinspróf eða stúdentspróf er kosturMeirapróf (vörubifreið) er æskilegtGóð samskiptahæfni og geta til að vinna undir álagiGóður …

Ný aðstaða eykur öryggi slökkviliðsmanna og íbúa

Við Melabraut á Hvanneyri stendur nú yfir uppbygging á tæplega 1.700 fermetra límtréshúsi sem reist er úr yleiningum frá Límtré Vírnet. Húsið er í eigu Melabrautar byggingarfélags ehf. og verður nýtt undir iðngarða og að hluta sem slökkvistöð fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar. Í júlí síðastliðnum var undirritaður samningur um langtímaleigu fyrir starfsemi slökkviliðsins og er gert ráð fyrir að hún flytjist …

Skemmdarverk á leikvöllum í Borgarbyggð

Undanfarið hefur orðið vart við skemmdarverk á nokkrum leikvöllum í Borgarbyggð. Í lok maí var meðal annars unnið tjón á Bjössaróló, og aftur upp úr miðjum júlí var þar orðið vart við frekari skemmdir. Í seinasta mánuði voru unnar skemmdir á leikvelli í Kvíaholtinu og nú hafa aftur verið unnin skemmdarverk á leikvellinum í Kjartansgötu. Borgarbyggð vinnur nú að því …

Umhirða og staðsetning íláta

Haustið er mætt með öllum sínum litum og veturinn ekki langt undan. Með haustlægðum og vetrarveðri fylgja ýmsar áskoranir í sorphirðu. Til að tryggja örugga og skilvirka þjónustu er mikilvægt að íbúar hafi eftirfarandi atriði í huga. Mikilvægt er að ílát standi sem næst götu eða í tunnuskýlum, svo starfsfólk þurfi ekki að bera þau langa leið og verði fyrir …

Borgarfjarðarbraut (50) lokað tímabundið í landi Steðja, Þriðjudag 23. september

Á morgun, þriðjudaginn 23. September, er stefnt að því að loka Borgarfjarðarbraut (50) tímabundið vegna framkvæmda. Unnið er að endurnýjun hitaveitu aðveitu Veitna, HAB, í landi Steðja og er komið að því að þvera veginn. Stefnt er að því að veginum verði lokað um kl. 20.00 og opnað verður aftur fyrir umferð að morgni fimmtudags 25. September gangi allt að …

Niðurstöður sameiningarkosninga Borgarbyggðar og Skorradalshrepps

Í Borgarbyggð voru 3137 á kjörskrá. Alls greiddu 501 atkvæði eða 16%. 417 sögðu já eða 83,2% greiddra atkvæða, 82 sögðu nei eða 16,4%, tveir seðlar voru auðir. Í Skorradal voru 61 á kjörskrá. Alls greiddu 54 atkvæði eða 88,5%. 32 sögðu já eða 59,3% 22 sögðu nei eða 40,7%. Niðurstaðan er því sú að sameining var samþykkt í báðum …

Beactive hreyfivika í Borgarbyggð árið 2025- Finndu þína hreyfingu!

Hugmyndafræði Beactive hreyfivikunnar í Borgarbyggð árið 2025 byggir á samveru fjölskyldunnar og mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Við viljum skapa vettvang þar sem öll fjölskyldan – börn, foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur, við öll – getum tekið þátt saman í skemmtilegum og hvetjandi viðburðum sem stuðla að bættri heilsu, vellíðan og tengslum. Dagskráin er fjölbreytt og aðgengileg fyrir …

Endurvinnslukort Borgarbyggðar- Ertu með kortið?

Allir fasteignaeigendur í Borgarbyggð sem greiða gjald vegna reksturs gámasvæðis geta sótt rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka. Kortið virkar þannig að þegar komið er inn á gámasvæðið er kortið skannað, starfsmaður á gámasvæðinu tekur út af kortinu í samræmi við það magn af gjaldskyldum úrgangi sem verið er að losa sig við. Starfsmaður gámasvæðis metur magn og tekur út …

Sameiningarkosningar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps: Upplýsingar um kjördeildir og opnunartíma

Fimmtudaginn 18.09. 2025 verða opnar kjördeildir Borgarbyggðar í Félagsheimlinu Lindartungu Lindartungukjördeild, Félagsheimilinu  Þinghamri Varmalandi , Þinghamarskjördeild og Íþróttahúsinu í Kleppjárnsreykjum  Kleppjárnsreykjakjördeild.  Í Lindartungu verður opið milli 18:00 og 20:00. Í Þinghamri og Kleppjárnsreykjum mun vera opið á milli kl 16:00  og 20:00. Þennan dag (18.09) er opið í  Ráðhúsi Borgarbyggðar milli 12.00 og 14.00 en þá einungis fyrir Borgarneskjördeild og …

Bíllausi dagurinn 2025

Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið …