Hvanneyrarhátíð er haldin nú í fimmta skipti í núverandi mynd og er utanumhald í höndum íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis. Fyrir Landbúnaðarháskólann er 2019 merkisár í sögu hans en á sumardaginn fyrsta s.l. var þess minnst að 80 ár eru frá því að kennsla hófst í garðyrkju á Reykjum og 130 ár frá því að búnaðarfræðsla hófst á Hvanneyri. Ragnheiður I. …
Saman í sumar – samvera skapar góð tengsl
Niðurstöður rannsókna sem sýna að börn og unglingar sem verja tíma með foreldrum sínum eru síður líklegir til að sýna ýmis konar áhættuhegðun. Fjölskyldan getur fengist við ýmislegt saman sem þarf ekki að kosta mikið eða jafnvel ekki neitt. Lengi býr að fyrstu gerð og því er ákjósanlegt fyrir foreldra að hvetja til samverustunda fjölskyldunnar þegar börn eru ung og …
Brákarhátíð 2019
Brákarhátíðin er hafin – skoðið spennandi dagskrá.
Heimsókn sendiherra Póllands
Sendiherra Póllands Gerard Pokruszynski, kom í heimsókn í Ráðhús Borgarbyggðar föstudaginn 14. Júní sl. Það er um eitt og hálft ár síðan Pólland opnaði formlega sendiráð á Íslandi. Ástæða þess var mikil fjölgun pólskra ríkisborgara sem eru búsettir á Íslandi en nú lifa og starfa um 20.000 pólverjar á Íslandi. Pólski sendiherrann hefur lagt sig eftir að kynnast landinu og …
Veðrið lék við gesti á 17. júní hátíðarhöldum í Borgarbyggð
Í Borgarnesi hófust hátíðarhöldin með íþróttahátíð. Andlitsmálning var í boði áður en skrúðgangan hélt af stað frá Borgarneskirkju í Skallagrímsgarð. Hátíðar- og skemmtidagskráin hófst með ræðu sveitarstjóra sem bauð Steinunni Pálsdóttir umsjónarmanni Skallagrímsgarðs að taka fyrstu sneiðina af Lýðveldisköku í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins í boði forsætisráðuneytisins í samstarfi við Landssamband bakarameistara. Síðan tóku við tónlistar- og skemmtiatriði …
Safnahús: sumarlestur barna
Héraðsbókasafn Borgarfjarðar efnir nú í 12. sinn til sumarlesturs fyrir börn. Tímabil lestursins er frá 10. júní – 10. ágúst. Fyrir skömmu afhenti Ragnheiður Guðrún Jóhannesdóttir Sævari Inga héraðsbókaverði teikningu sína af einkennismynd verkefnisins en þetta er annað árið í röð sem hún teiknar hana. Ragnheiður Guðrún var að ljúka námi í 10. bekk Grunnskólans í Borgarnesi og hyggur á …
17. júní hátíðarhöld í Borgarbyggð
Borgarnes Kl. 10:00 Sautjánda júní íþróttahátíð á Skallagrímsvelli Íþróttahátíð fyrir fólk á öllum aldri á Skallagrímsvelli Bubbleboltar á svæðinu Kl. 10:00 – 13:00 Sund og veitingar Sundlaugin opin, enginn aðgangseyrir í tilefni dagsins Pylsusala í Skallagrímsgarði Kl. 11:00 Guðsþjónusta í Borgarneskirkju Séra Þorbjörn Hlynur Árnason messar Kirkjukórinn syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur organista Akstur fornbíla og bifhjóla fyrir og á …
Sveitarstjórnarfundur nr. 185
FUNDARBOÐ fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 13. júní 2019 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1906064 – Kosningar skv. samþykktum Borgarbyggðar júní 2019 1804067 – Áætlun um ljósleiðara, Reykholt – Húsafell 1902046 – Hjallastefnan – uppgjör v. breytinga á A deild 1903163 – Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands 3.4.2019 1905228 – Lagning …
Laus kennarastaða
Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir kennara á unglingastigi á Kleppjárnsreykjum Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfsstöðva grunnskóli í Borgarbyggð með um 180 nemendur. Starfsstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur og eru þau höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans. Kennarar á unglingastigi vinna í teymi með 8.-10. bekk. Auglýst er eftir öflugum kennara …
Skipulagslýsingar fyrir Dílatanga og Borgarvog í Borgarnesi
Borgarbyggð – Kynningarfundur Skipulagslýsingar fyrir Dílatanga og Borgarvog í Borgarnesi Þriðjudaginn 4. júní 2019 milli kl. 19:30 og 21:00 verða starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar, ásamt skipulagshönnuði með kynningu á fyrrgreindum skipulagslýsingum. Kynningin verður haldin í Hjálmakletti, Borgarbraut 54 í Borgarnesi.








