Áhugaverð sumarstörf eru í boði fyrir 17 ára ungmenni sem eru með lögheimili í Borgarbyggð.
Upplýsingar um opnun sundlauga í Borgarbyggð
Samkvæmt ákvörðun Sóttvarnarlæknis má opna sundlaugar þann 18. maí nk. en vegna framkvæmda dregst opnun.
Frístundastyrkur Borgarbyggðar hækkar
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti tillögu fræðslunefndar um hækkun frístundastyrks á fundi 14. maí sl. sem hluta af aðgerðum sveitarfélagsins vegna COVID-19 og verður hann í heildina kr. 40.000 framvegis á ári. Með hækkun frístundastyrksins vill sveitarstjórn Borgarbyggðar koma til móts við barnafjölskyldur í sveitarfélaginu og undirstrika um leið mikilvægi skipulagðs íþrótta- og tómstundastarfs sem hluta af daglegu lífi barna og …
Hljómlistarfélag Borgarfjarðar færði Tónlistarskóla Borgarfjarðar gjafir
Þann 12. maí s.l. fékk Tónlistarskóli Borgarfjarðar veglega gjöf frá Hljómlistarfélag Borgarfjarðar.
198. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
198. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, 14. maí 2020 og hefst kl. 16:00.
Sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri
Fjölbreytt áhugaverð sumarstörf eru í boði fyrir námsmenn 18 ára og eldri sem eru með lögheimili í Borgarbyggð og eru á milli anna í námi.
Starfsfólk íþróttamannvirkja Borgarbyggðar á námskeiði
Starfsfólk íþróttamannvirkja Borgarbyggðar hafa nýtt tækifærið á meðan á endurbótum stendur og sundlaugar eru lokaðar að sitja námskeið á vegum Starfsmenntar – fræðsluseturs.
Safnahús Borgarfjarðar – sumarstarf
Safnahús Borgarfjarðar auglýsir eftir starfsmanni í sumarafleysingar. Um er að ræða ýmis störf á söfnunum, s.s. sýningarvörslu, leiðsögn, afgreiðslu, flokkun gagna, skráningar, þrif og fleira
Fundur með fulltrúum fyrirtækja í Borgarbyggð
Mánudaginn 11. maí n.k. kl. 09:00 er fulltrúum fyrirtækja í Borgarbyggð boðið að taka þátt í samtali við Atvinnu-, markaðs og menningarmálanefnd, sveitarstjóra og byggðarráð á fjarfundi.
Forstöðumaður Frístundar á Hvanneyri
Frístund á Hvanneyri er starfrækt við Grunnskóla Borgarfjarðar. Ungmennasamband Borgarfjarðar hefur umsjón með starfi Frístundar í samstarfi við Borgarbyggð.









