Starfamessa fór fram í Hjálmakletti, Borgarnesi þann 14. október sl. Starfamessan er vettvangur þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna fjölbreytt störf, starfsgreinar og menntunarmöguleika fyrir nemendum og öðrum áhugasömum. Um fjörutíu fyrirtæki og stofnanir tóku þátt, þar sem starfsemi þeirra var kynnt fyrir nemendum úr tveimur elstu bekkjum grunnskólanna í héraðinu. Að því loknu, eða upp úr hádegi bauðst …
Leikskólabörn heimsækja ráðhúsið
Ráðhúsið fékk skemmtilega heimsókn frá flottum hópi barna úr leikskólanum Ugluklett í gær. En heimsókn þessi er hluti af verkefni þar sem þau brjóta upp daglegt starf og heimsækja stofnanir og fyrirtæki. Heimsóknin nýttist til að sýna þeim frá daglegu starfi í ráðhúsinu en fyrst og fremst að eiga við þau samtal og heyra þeirra skoðanir, sem þóttu sterkar og …
Lokun Hringvegar og rafmagnslaust, fimmtudaginn 16. október
Vegna fyrirhugaðra framkvæmda fimmtudaginn 16. október verða bæði tímabundin lokun á Hringvegi 1 og rafmagnsrof á afmörkuðu svæði í Borgarfirði. Sjá tilkynningar frá Rarik og Vegargerðinni. Fimmtudaginn 16. október, milli klukkan 08:00-18:00, verður Hringvegur 1 norðan við Borgarnes lokaður vegna malbikunarframkvæmda. Hjáleið verður um Borgarfjarðarbraut sunnan við Borgarfjarðarbrú og gatnamótum við Baulu. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitssemi og virða …
Starfamessa 2025
Starfamessa er viðburður þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum grunn- og framhaldsskóla og öðrum áhugasömum. Slíkar messur hafa verið vinsælar meðal grunn- og framhaldsskólanema sem vilja kynna sér framtíðarmöguleika betur, bæði varðandi nám og störf. Fyrirtæki og stofnanir nota messuna til að kynna starfsemi sína. Markmið Starfamessu: Að kynna fjölbreytt námstækifæri á Vesturlandi …
270. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar
270. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal að Digranesgötu 2, þriðjudaginn 14. október 2025 og hefst kl. 17:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: 270. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Streymi frá fundinum má finna hér.
Borgarbyggð hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar þriðja árið í röð
Borgarbyggð hlaut í gær viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA við hátíðlega athöfn, en þetta er þriðja árið í röð sem sveitarfélagið hlýtur þessa viðurkenningu. Í ár voru 90 fyrirtæki, 16 sveitarfélög og 22 opinberir aðilar sem hlutu viðurkenninguna en en Jafnvægisvogin hefur þann tilgang að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Íslandi. Viðurkenninguna hljóta …
Stjörnuleikar í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi
Stjörnuleikar í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi þann 19. október. Stjörnuleikar ,,Allir með“ verða haldnir í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi sunnudaginn 19. október á milli kl 11:30 og 13:00. Um er að ræða samstarfsverkefni UMSB, Borgarbyggðar og svæðisfulltrúa íþróttahéraða á Vesturlandi. Þetta er skemmtilegur íþróttadagur hugsaður fyrir börn á öllum aldri með sérþarfir sem og þau börn sem hafa ekki fundið sig hingað …
269. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar
269. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal að Digranesgötu 2, fimmtudaginn 9. október 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Dagskrá 269. fundar Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Streymi frá fundinum má finna hér.
Íbúafundir vegna þjónustustefnu Borgarbyggðar
Borgarbyggð boðar til íbúafunda þar sem unnið verður að mótun nýrrar þjónustustefnu sveitarfélagsins.Á fundunum gefst íbúum tækifæri til að koma á framfæri skoðunum sínum, hugmyndum og áherslum um framtíðarþjónustu sveitarfélagsins. Fundirnir eru haldnir dagana 20. og 21. október, kl.20:00 í Lindartungu og í sal Landbúnaðarháskóla Íslands, á Hvanneyri. Vð hvetjum alla til að mæta og taka þátt í góðu samtali …
Aldan lokuð 3. október vegna viðgerða á húsnæði
Aldan er lokuð í dag, föstudaginn 3.október vegna viðgerða á húsnæði. Við þökkum sýndan skilning og stefnum á að opna aftur á mánudaginn ef viðgerðir ganga vel.