Hreinsunarátak í þéttbýli hefst þann 30. apríl og stendur til 12. maí. Gámar fyrir gróður, járn, timbur og sorp verða aðgengilegir á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Bifröst dagana 30. apríl- 5. maí og í framhaldinu í Borgarnesi, þar sem gámum fyrir gróðurúrgang verður komið fyrir við Ugluklett, Klettaborg, Íþróttamiðstöð og Grunnskólann og þeir aðgengilegir íbúum dagana 7. – 12. maí. Í tengslum við hreinsunarátakið verða nokkrir viðburðir sem auglýstir verða sérstaklega.