Á fundi byggðaráðs 24. maí 2018 var samþykkt að Grunnskólinn í Borgarnesi tæki Bjössaróló í fóstur, í ljósi þess að smíðastofa skólans er ónothæf sem slík meðan á framkvæmdum við skólann stendur.
Í Umhverfisviku Grunnskólans í Borgarnesi, 6.-10. maí 2019, fór hópur nemenda á elsta stigi grunnskólans ásamt kennurum sínum og tók til hendinni á Bjössaróló.
Tækin voru yfirfarin, laus málning skröpuð burt og grunnur og málning borin á palla og leiktæki. Rifinn var niður kofi sem orðinn var ónýtur og hættulegur, ásamt því að fjarlægja illgresi og rusl. Jafnframt var fjarlægt dót sem orðið var úr sér gengið.
Ólafur Axelsson hefur tekið að sér að sinna smíðavinnu og þess háttar viðhaldi á Bjössaróló.
Bjössaróló mun því vonandi líta vel út og vera áfram sá einstaki viðkomustaður sem hann er.
Fréttaskot Umhverfis-og skipulagssviðs nr. 17