Stóri plokkdagurinn verður haldin á Degi umhverfissins 25. apríl næst komandi en plokk er frábær útivera og hreyfing um leið og við finnum fyrir tilgangi, sjáum árangur, eflum núvitund og gerum umhverfinu og samfélaginu okkar gott. Plokkið kostar ekkert og kallar ekki á nein tæki nema ruslapoka.
PLOKKUM Í SAMKOMUBANNI
- Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
- Klæðum okkur eftir veðri
- Notum hanska, plokk tangir og ruslapoka
- Hver á sínum hraða og tíma
- Frábært fyrir umhverfið
- Öðrum góð fyrirmynd
Plokkið er ekki brot á samkomubanni en íbúar eru beðnir að virða tveggja metra fjarlægðarmörkin.
Borgarbyggð hvetur alla íbúa til þess að fara út að plokka.