Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum nr. 565 þann 24. júní 2021 sl. vinnslutillögu fyrir aðalskipulagsbreytingu í Húsafelli í Borgarbyggð til kynningar.
Kynning á vinnslutillögu; Verslun, þjónusta, íbúðar- og frístundabyggð sunna þjóðvegar í Húsafelli – Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.
Í breytingunni er gert ráð fyrir að skilgreina landnotkun svæðisins og samgöngukerfi.
Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt vinnslutillaga að fyrirhugaðri breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar.
Vinnslutillagan mun liggja frammi í þjónustuveri Borgarbyggðar, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi, á opnunartíma kl. 9:30-15:00 alla virka daga. Vinnslutillagan er einnig aðgengileg á vef Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is – sjá hér.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuni að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við auglýsta vinnslutillögu og er frestur til að skila inn athugasemdum til 16. ágúst 2021. Athugasemdum skal skila skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulagsfulltrui@borgarbyggd.is
Borgarbyggð 30. júní 2021
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar.