Laust starf leiðbeinanda í Öldunni

júní 30, 2021
Featured image for “Laust starf leiðbeinanda í Öldunni”

Aldan er verndaður vinnustaður, hæfingar- og dagþjónusta fyrir fólk með skerta starfsgetu. Unnið er við dósamóttöku og hæfingu, í hæfingu er unnið að ýmsum verkefnum til að auka hæfni starfsmanna á sem flestum sviðum, sem dæmi eru saumaðir pokar og gerð kerti auk fjölda annarra verkefna.

Megin viðfangsefni leiðbeinanda er að virkja starfsmenn til þátttöku á vinnustað og aðstoða við daglegar athafnir. Áhersla er lögð á einstaklingsmiðaða þjónustu. Við leitum að einstakling sem mætir þörfum starfsmanna á heildstæðan og einstaklingsmiðaðan hátt.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ýta undir færi og sjálfstæði starfsmanna í vinnu og daglegum athöfnum t.d með því að hvetja þá til að gera sem mest sjálfir og hrósa þeim fyrir viðleitni á þá átt.
  • Leitast við að styðja starfsmenn í félagslegum samskiptum á vinnustað.
  • Þekking eða áhugi á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af starfi með fötluðu fólki og fólki með fjölþættan vanda, ekki skilyrði en kostur
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Borgarbyggðar

 


Share: