Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag með ríka sögu, í nálægð við höfuðborgina þar sem íbúar og gestir upplifa öflugt skólastarf, íþrótta-, menningar- og listalíf, auk fjölbreyttra möguleika á afþreyingu í einstakri náttúrufegurð.
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi með áhuga og þekkingu á málefnum fólks með fötlun.
Þjónustusvæði félagsþjónustu Borgarbyggðar tekur til Borgarbyggðar, Skorradals og Dalabyggðar. Í starfinu felst skipulagning og utanumhald um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, bæði fullorðna og börn og fjölskyldur þeirra. Starfið felur einnig í sér ábyrgð á að greina og meta þjónustuþörf og veita ráðgjöf og þjónustu til fatlaðra einstaklinga og fjölskyldna.
Helstu verkefni og ábyrgð
Umsjón og skipulag þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, bæði börn og fullorðna s.s.:
Ráðgjöf um mögulega þjónustu.
Greining og mat á þjónustuþörf.
Móttaka og úrvinnsla umsókna um þjónustu.
Gerð áætlana um þjónustu sveitarfélagsins við fatlaða einstaklinga.
Fagleg ráðgjöf um starf á vernduðum vinnustað, hæfingu og búsetuþjónustu fatlaðra.
Tengiliður sveitarfélagsins vegna atvinnu með stuðningi.
Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu s.s. með skólum, leikskólum og öðrum þjónustu-stofnunum vegna málefna fullorðinna fatlaðra einstaklinga, fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra.
Þátttaka í teymisvinnu vegna barna skv. hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar.
Þátttaka í stefnumótun sveitarfélagsins í málefnum fatlaðs fólks.
Menntunar- og hæfniskröfur
Starfsréttindi sem þroskaþjálfi, félagsráðgjafi eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi æskileg.
Þekking og reynsla af vinnu með fólki með fötlun.
Þekking og reynsla af vinnu á sviði félagsþjónustu og meðferð fjölskyldumála æskileg.
Lipurð í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi.
Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
Hæfni í þverfaglegri teymisvinnu.
Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.