Vegna handsömunar katta í þéttbýli

júní 22, 2021
Featured image for “Vegna handsömunar katta í þéttbýli”

Í ljósi umræðu um heimildir Borgarbyggðar til þess að fanga kattardýr í sveitarfélaginu Borgarbyggð. 

Í 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um velferð dýra kemur fram að dýr sem ekki eru merkt í samræmi við 22. gr. gr laganna teljist hálfvillt dýr. Ef eigendur kattardýra í Borgarbyggð hafa ekki merkt dýrið í samræmi við 22. gr. teljast kattardýrin því sem hálfvillt dýr. Þegar tilkynnt hefur verið um ágang villtra kattardýra hefur sveitarfélagið í ákveðnum tilfellum sett upp gildrur til þess að handsama viðkomandi dýr. Ef um er að ræða hálfvillt dýr gilda ákvæði 1. mgr. 24. gr. laga um velferð dýra og reynir sveitarfélagið ávallt að kanna hvort dýrið sé í eigu einhvers eða hvort um er að ræða villt dýr sem enginn eigandi er að. Eru meðal annars settar inn tilkynningar á miðla sveitarfélagsins til þess að finna eiganda þess.

Jafnframt má vísa til þess að samkvæmt 8. gr. gildandi samþykktar um hunda- og kattahald í Borgarbyggð kemur fram að heimilt sé að láta fanga ómerkta ketti.

Í ljósi ofangreinds er mikilvægt að kattaeigendur fylgi þeim samþykktum sem gilda um kattahald í sveitarfélaginu og þeim skyldum sem fram koma í lögum um velferð dýra. Sótt er um leyfi til þess að halda hunda og ketti inni á þjónustugátt Borgarbyggðar. Nánari upplýsingar er að finna hér.

 

 


Share: