Varað við óveðri og vatnsskemmdum

febrúar 24, 2022
Featured image for “Varað við óveðri og vatnsskemmdum”

Von er á lægð á morgun föstudaginn 25. febrúar. Með henni fylgir talsverð rigning og hlýindi og því vill Slökkvilið Borgarbyggðar beina því til íbúa að hreinsa vel frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.

Mikilvægt er að vatn komist sinnar leiðar og til að fyrirbyggja vatnstjón er mikilvægt að bræða frá niðurföllum með til dæmis heitu vatni eða salti. Einnig er gott að gera slíkt hið sama við tröppur sem liggja að kjallaradyrum.

Nauðsynlegt er að bregðast hratt við miklum vatnselg á götum og við hús til að fyrirbyggja skemmdir, í slíkum aðstæðum þarf að hringja í 112 og óska eftir aðstoð.


Share: