Valkostagreining – Holtavörðuheiðarlína 1

desember 16, 2021
Featured image for “Valkostagreining – Holtavörðuheiðarlína 1”

Borgarbyggð vekur athygli á að Landsnet er með í kynningu valkostaskýrslu vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.

Landsnet hefur áform um lagningu Holtavörðuheiðarlínu 1, 220 kv loftlína milli Klafastaða í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði, alls um 90 km leið. Unnið er að mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og er liður í því að setja fram tillögur um raunhæfa valkosti línunnar sem lagðir verði fram til umhverfismats.

Borgarbyggð er umhugað um að umrædd framkvæmd sé vel ígrunduð og í sem mestri sátt við umhverfi og samfélag. Borgarbyggð hvetur því alla þá sem einhverja hagsmuni hafa að gæta að kynna sér málið.

Valkostaskýrsla hefur verið lögð fram með tillögum um raunhæfa valkosti Holtavörðuheiðarlínu 1 sem hægt er að nálgast á vef Landsnets.

Frestur til að skila inn ábendingum er til 7. janúar 2022.

Umsagnir og ábendingar sendist á netfangið landsnet@landsnet.is.

Borgarbyggð er leyfisveitandi framkvæmdarinnar í sveitarfélaginu og vill því vera eins vel upplýst um afstöðu íbúa og annarra hagsmunaaðila og óskar því eftir að fá afrit af athugasemdum og ábendingum, ef einhver eru, sem sendar eru Landsneti á netfangið skipulag@borgarbyggd.is.

Einnig er hægt að koma skriflegum athugasemdum til skila í þjónustuver Borgarbyggðar, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa. 


Share: