Urriðarland og Hótel Hamar – Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags

ágúst 17, 2022

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 11. ágúst 2022 eftirfarandi tillögu samkvæmt 36. gr. og og 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022 – Urriðaárland

Breytingin tekur til breyttrar landnotkunar á 12 ha svæði í landi Urriðaár úr landbúnaðarlandi í frístundabyggð. Frístundabyggðin (F11) er stækkuð úr 11,4 ha í 23,4 ha. Breytingin heimilar breytta legu vegar, fjölgun frístundalóða og leiðrétt ytri mörk svæðis. Aðkoma er af Snæfellsnesvegi (54) um tvær vegteningar, Brókarstíg og Klettastíg.

Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022 – Hótel Hamar

Breytingin tekur til breyttrar skilgreiningar á landnotkun þar sem svæði BL3 er stækkað um 1ha á kostnað O16. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð. Breyting á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, Þéttbýlisuppdráttur Borgarness, svæði BL3 og O16, dags 02.08.2022.

Aðalskipulagsbreytingarnar hafa verið sendar Skipulagsstofnun sem sér um lokafgreiðslu erindanna.

Þeir sem óska nánari upplýsingar um ofangreindar breytingar og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skipulags- og byggingardeildar Borgarbyggðar, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi, eða á heimasíðu Borgarbyggðar á www.borgarbyggd.is.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar


Share: