Þjónustuver Borgarbyggðar lokar vegna sóttvarnaraðgerða

janúar 14, 2022
Featured image for “Þjónustuver Borgarbyggðar lokar vegna sóttvarnaraðgerða”

Þjónustuver Borgarbyggðar lokar fyrir gesti vegna sóttvarnaraðgerða frá og með 17. janúar nk.

Mælst er til þess að nota þess í stað síma eða tölvupóst þurfi fólk á þjónustu eða upplýsingum að halda að svo stöddu.

Nánari upplýsingar um netföng starfsfólks og símanúmer í stofnunum sveitarfélagsins er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins, sjá hér. 

Borgarbyggð vill minna íbúa á að öflugast vörnin við veirunni er að huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Mikilvægt er að þvo sér um hendurnar reglulega, spritta, halda tveggja metra fjarlægð, vera með grímur og halda sig heima ef einkenni gera vart við sig.

Ef það leikur grunur á smiti skal strax hafa samband við heilsugæsluna í gegnum síma, við netspjall Heilsuveru.is eða við Læknavaktina í síma 1700. Heilbrigðisstarfsfólk ráðleggur ykkur með næstu skref.

Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.


Share: