Stuðningsfjölskyldur óskast til samstarfs

desember 2, 2021
Featured image for “Stuðningsfjölskyldur óskast til samstarfs”

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar leitar eftir fjölskyldum sem eru tilbúnar að gerast stuðningsfjölskyldur. Hlutverk stuðningsfjölskyldna felst í því að taka barn/börn inn á heimilið í stuttan tíma, að jafnaði eina helgi í mánuði. Um er að ræða börn með fötlun eða börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður.

Við leitum að einstaklingum sem eru færir um að skapa öruggar aðstæður með hlýju og nærgætni en skýrum mörkum.

Nánari upplýsingar og reglur um stuðningfjölskyldur má finna hér. Vakin er þó athygli á því á að greiðslurnar eru ekki réttar og er áhugasömum bent á að hafa samband við Fjölskyldusvið Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða í tölvupósti sylvia@borgarbyggd.is fyrir nánari upplýsingar.

Þeir sem hafa áhuga geta sótt um inn á íbúagátt Borgarbyggðar.


Share: