Söfnun brotajárns og fleiri úrgangsflokka

september 2, 2022
Featured image for “Söfnun brotajárns og fleiri úrgangsflokka”

Á grundvelli verðfyrirspurnar hefur verið samið við endurvinnslufyrirtækið Hringrás um söfnun nokkurra úrgangsflokka haustið 2022.

Verkefnið er sambærilegt því sem var í gangi haustið 2021. Íbúar geta óskað eftir hirðingu heim á hlað á eftirfarandi úrgangsflokkum:

 • Bílflök og annað almennt brotajárn.
 • Ryðfrítt stál og ál
 • Rafgeymar
 • Rafmótorar
 • Hjólbarðar

Íbúar safna efninu saman á einn stað þar sem það er sótt en geta óskað eftir gámi og/eða  þjónustu kranabíls við hirðinguna.Við skráningu þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram:

 • Nafn þess sem óskar eftir þjónustunni, símanúmer og netfang
 • Nákvæm staðsetning (bær og svæði)
 • Hvers konar úrgangi er áætlað að skila
 • Áætlað magn
 • Stærð gáms sem óskað er eftir
 • Taka þarf fram ef óskað er eftir þjónustu kranabíls

Pantanir þurfa að hafa borist í síðasta lagi 15. október 2022.

Skráning hér 

Frekari upplýsingar veita Bjarni Viðarsson í síma 660 – 6924 og Hafþór Ægir Þórsson 660-8916 hjá Hringrás. 


Share: