Vakin er athygli á því að samþætt leiðakerfi í Borgarbyggð hefst aftur 23. ágúst nk. eftir sumarhlé, samhliða skólaakstri.
Um er að ræða tilraunarverkefni sem hófst síðasta haust og snýr að samþættu leiðakerfi í Borgarbyggð. Verkefnið fól í sér að Vegagerðin hætti við að leggja niður leið 81 líkt og stóð til. Strætó bætti við leiðum í leiðakerfinu sínu þannig að ekið er alla virka daga yfir vetrartímann samhliða skólaakstri grunnskólanna.
Helstu upplýsingar um leiðakerfið er að finna hér.
Íbúar eru hvattir til þess að kynna sér leiðakerfið og nota almenningssamgöngur í sveitarfélaginu.