Niðurstöður sveitarstjórnar vegna skipulags í landi Ytri-Skeljabrekku

maí 17, 2021

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 8. apríl 2021 eftirfarandi tillögur samkvæmt 32. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

  • Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022, breytt landnotkun við Ytri-Skeljabrekku, landnotkunarreitir F45 og Í7.
  • Deiliskipulag – Frístundabyggð og íbúðarbyggð í landi Ytri-Skeljabrekku.

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Borgarbyggðar á www.borgarbyggd.is

Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kæru frestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar


Share: