Vakin er athygli á því að dósamóttakan verður opin alla virka daga frá kl. 10:00 – 16:00 í júlí og ágúst. Móttakan er staðsett sem fyrr á Sólbakka 4, nær Frumherja.
Einungis er tekið á móti sendingum sem búið er að flokka og telja. Starfsmenn Öldunnar telja ekki sendingar á staðnum og taka ekki við óflokkuðum og ótöldum sendingum.
Flokkun og talning:
- Álsdósir taldar í sérpoka
- Plastdósir taldar í sérpoka
- Glerflöskur taldar í sérpoka
Skilagjald verður greitt með millifærslum frá Borgarbyggð.