Laust starf framkvæmdastjóra – Gleipnir

júlí 13, 2022
Featured image for “Laust starf framkvæmdastjóra – Gleipnir”

FRAMKVÆMDASTJÓRI

Auglýst er eftir drífandi og jákvæðum leiðtoga til að leiða Gleipni – Nýsköpunar- og þróunarsetur á Vesturlandi. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi með yfirburðaþekkingu og áhuga á nýsköpun og þróun sérlega tengt nýjum tækifærum í landbúnaði og matvælaframleiðslu með áherslu á sjálfbærni og loftslagsmál. Starfsstöð framkvæmdastjóra er á Hvanneyri.

Tilgangur Gleipnis er að leiða og byggja upp samstarf stofnaðila, stjórnvalda og annarra hagaðila þar sem lögð verður áhersla á að efla rannsóknir og hagnýtingu þeirra, stefnumótun, nýsköpun og fræðslu.

Markmið setursins er að vera virkur þátttakandi í að ná fram markmiðum og skuldbindingum stjórnvalda á þessum sviðum. Jafnframt að stuðla að eflingu nýsköpunar og frumkvöðlastarfi á landsbyggðinni almennt og á þann hátt sem stjórn setursins ákveður. Nánari lýsing er sett í stofnsamningi um nýsköpunar- og þróunarsetrið.

HELSTU VERKEFNI

• Forysta við uppbyggingu á öflugu nýsköpunar- og þróunarsetri á Vesturlandi

• Stefnumótun og áætlanagerð

• Samskipti og tengsl við hagaðila

• Frumkvæði að og fjármögnun nýrra verkefna

• Umsjón með og kynning á verkefnum Gleipnis

• Umsjón með daglegum rekstri

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR

• Háskólapróf sem nýtist í starfi

• Reynsla af stjórnun og rekstri

• Leiðtogahæfni og drifkraftur

• Framúrskarandi hæfnií mannlegum samskiptum

• Frumkvæði og sjálfstæði

• Góð tungumálakunnátta

• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á markmiðum

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Áshildur Bragadóttir nýsköpunar- og endurmenntunarstjóri Landbúnaðarháskóla Íslands – ashildur@lbhi.is
Stefán Kalmansson verkefnastjóri hjá Háskólanum á Bifröst – stefank@bifrost.is. Umsóknir með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast sendar til ashildur@lbhi.is

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL OG MEÐ 2. ÁGÚST


Share: