Laust starf yfirflokkstjóra og flokkstjóra vinnuskóla

apríl 7, 2022
Featured image for “Laust starf yfirflokkstjóra og flokkstjóra vinnuskóla”

Borgarbyggð leita að yfirflokkstjóra og flokkstjóra í vinnuskóla Borgarbyggðar. 

Yfirflokksstjóri

Borgarbyggð leitar að yfirflokkstjóra í vinnuskóla Borgarbyggðar. Starfið felur í sér yfir umsjón með starfi vinnuskólans og skipulagningu hans í samstarfi við tómstundafulltrúa Borgarbyggðar.

Starfshlutfall er 100% og unnið er á dagvinnutíma. Ráðningartímabil er 1. júní – 19. ágúst.

Umsækjendur verða að hafa náð 20 ára aldri og hafa hreina sakaskrá skv. æskulýðslögum nr. 70/2007.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Vinnur með tómstundafulltrúa að skipulagningu vinnuskólans
  • Hefur umsjón með flokkstjórum og nemendahópum
  • Sér um samskipti við foreldra nemenda og aðra sem koma að starfi vinnuskólans

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Hefur náð 20 ára aldri
  • Áhugi á að vinna með unglingum
  • Góð skipulagshæfni
  • Frumkvæði, gleði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla sem nýtist í starfi er kostur
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar

Flokkstjóri

Borgarbyggð leitar að einstaklingum til að starfa sem flokkstjórar í vinnuskóla Borgarbyggðar. Starfsstöðvar eru í Borgarnesi og á Bifröst.
Starfshlutfall er 100% og unnið er á dagvinnutíma. Ráðningartímabil er 1. júní – 19. ágúst.

Umsækjendur verða að hafa náð 20 ára aldri og hafa hreina sakaskrá skv. æskulýðslögum nr. 70/2007.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Aðstoðar við skipulagningu á starfi vinnuskólans
  • Leiðbeinir nemendum
  • Er í góðum samskiptum við foreldra vinnuskólanemenda
  • Vinna með unglingum að þeim verkefnum sem þarf að leysa

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Hafa náð 20 ára aldri
  • Áhugi á að vinna með unglingum
  • Frumkvæði, gleði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla sem nýtist í starfi er kostur
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar


Share: