Laust starf verkefnastjóra skipulagsfulltrúa

nóvember 17, 2022
Featured image for “Laust starf verkefnastjóra skipulagsfulltrúa”

Borgarbyggð óskar eftir að ráða verkefnastjóra skipulagsfulltrúa í 100% starf.

Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli. Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi.

Í starfsmannamálum eru gildin virðing, áreiðanleiki og metnaður höfð að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Kemur að frumkönnun erinda og kannar hvort gögn uppfylli skilyrði svo megi taka þau fyrir afgreiðslufund skipulagsfulltrúa, eða skipulags- og byggingarnefnd.
  • Kemur að nefndarritun afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa og skipulags- og byggingarnefndar.
  • Gerir auglýsingar og kynningar varðandi skipulagsmál, þar með talið í Stjórnartíðindum.
  • Aðstoðar við viðhald og varðveislu uppdrátta og skjala vegna skipulagsmála í samræmi við ákvæði laga og reglugerða þar um.
  • Aðstoðar við útreikninga og að reikningar séu gefnir fyrir gjöldum er varðar skipulagsmál samkv. gjaldskrá Borgarbyggðar.
  • Önnur verkefni sem viðkomandi er falið af skipulagsfulltrúa.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
  • Góð almenn tölvukunnátta, þekking á OneSystem er kostur.
  • Þekking og reynsla sem nýtist í starfi.
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur.
  • Þekking á skjalavistun opinberra aðila er kostur.
  • Færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
  • Nákvæmni og skipulagning í vinnubrögðum.

 

 


Share: