Laust starf verkefnastjóra í byggingarmálum

maí 24, 2022
Featured image for “Laust starf verkefnastjóra í byggingarmálum”

Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.

Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskornum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.

Erum við að leita að þér?

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Yfirferð séruppdrátta, þ.e. burðarþols-, lagna,- raflagna- og deiliteikningar.
  • Yfirferð eignaskiptasamninga og afgreiðsla til Þjóðskrá Íslands.
  • Skráning byggingarstjóra, hönnuða og iðnmeistara
  • Aðstoða byggingarstjóra við uppsetningu og skráningu á úttektarappi byggingarstjóra.
  • Aðstoðar við viðhald og varðveislu uppdrátta og skjala vegna byggingamála í samræmi við ákvæði laga og reglugerða þar um.
  • Uppsetning á vottorðum, þ.e. byggingarleyfis-, öryggis- og lokaúttektarvottorð.
  • Úttektir, þ.e. fokheldis-, öryggis-, loka- og stöðuúttektir.
  • Eftirfylgni byggingarleyfisumsóknar vegna verkstöðu og byggingarstigs.
  • Skráning mannvirkja í kerfi Þjóðskrár Íslands og uppfærsla á byggingarstigi o.fl.
  • Veitir upplýsingagjöf og ráðgjöf um skipulags- og byggingarmál í Borgarbyggð.
  • Önnur verkefni sem viðkomandi er falið af deildarstjóra skipulags- og byggingarmála.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Gerð er krafa um háskólamenntun í verk-tækni eða byggingarfræði.
  • Góð almenn tölvukunnátta, þekking á OneSystem er kostur.
  • Þekking og reynsla sem nýtist í starfi.
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur.
  • Færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
  • Nákvæmni og skipulögð vinnubrögð.
  • Þekking og hæfni í íslensku, bæði töluðu sem rituðu máli.

 


Share: