Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar fjölbreytt og spennandi starf sem felur í sér umsjón með faglegri stjórnsýslu hjá sveitarfélaginu. Í starfinu felst að stýra sviði sem ber ábyrgð á skipulags- og byggingarmálum og umhverfis- og framkvæmdamálum í vaxandi samfélagi. Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs er hluti af framkvæmdaráði sveitarfélagsins og heyrir beint undir sveitarstjóra.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegur rekstur og stjórn stjórnsýslusviðs en undir það heyra skipulags- og byggingardeild, umhverfis- og framkvæmdadeild og slökkvilið
- Stuðningur og ráðgjöf til stjórnenda í sveitarfélaginu um faglega stjórnsýslu
- Samskipti við íbúa, fyrirtæki, opinbera aðila og aðra sem eiga erindi við sveitarfélagið í þeim málaflokkum sem heyra undir stjórnsýslusvið
- Umsjón með aðkomu sveitarfélagsins að fjölbreyttum uppbyggingarverkefnum
- Kynning og ráðgjöf til sveitarstjórnar, byggðarráðs og sveitarstjóra
- Önnur þau verkefni sem sveitarstjóri felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist i starfi, s.s. í lögfræði, verkfræði, skipulagsfræði og tæknifræði. Framhaldsmenntun er kostur
- Þekking og farsæl reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
- Frumkvæði, skipulagshæfni og fagmennska
- Hæfni til að stýra teymi og hvetja hóp starfsmanna
- Farsæl stjórnunarreynsla kostur
- Jákvæðni og virðing í mannlegum samskiptum
- Góð almenn tölvukunnátta
- Færni í framsetningu og miðlun upplýsinga bæði í ræðu og riti
- Gott vald á íslensku og ensku.
Öll kyn eru hvött til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Um er að ræða 100% starf og getur viðkomandi hafið störf sem fyrst.
Á vinnustaðnum eru gildin virðing, áreiðanleiki og metnaður höfð að leiðarljósi.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi ef við á. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf.
Nánari upplýsingar veitir Elín Dögg Ómarsdóttir hjá Hagvangi, elin@hagvangur.is