Laust starf frístundaleiðbeinanda á Hvanneyri

febrúar 25, 2022
Featured image for “Laust starf frístundaleiðbeinanda á Hvanneyri”

Óskað er eftir einstaklingum í skemmtilegt og skapandi starf með börnum í frístund á Hvanneyri. Markhópur frístundar eru börn á aldrinum 6-9 ára. Í boði er hlutastarf þar sem vinnutíminn er frá 13:00-16:00 2-4 daga vikunnar. Unnið er samkvæmt gæðaviðmiðum í frístundarstarfi. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Leiðbeina börnum í leik og starfi
  • Aðstoð við skipulagningu á faglegu frístundarstarfi.
  • Samvinna við börn og starfsfólk grunnskólans.
  • Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að starfi frístundar.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Mikilvægt að hafa áhuga á að starfa með börnum, sýna frumkvæði, gleði og sjálfstæði í starfi og hafa góða færni í mannlegum samskiptum. Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar.
  • Reynsla af starfi með börnum er kostur.

 


Share: