Laust starf frístundaleiðbeinanda

desember 23, 2022
Featured image for “Laust starf frístundaleiðbeinanda”

Okkur vantar manneskju í skemmtilegt og skapandi starf með börnum í frístund í Borgarnesi og frístund á Hvanneyri fyrir vorið 2023.

Markhópur frístundar eru börn á aldrinum 6-9 ára.

Í boði er hlutastarf þar sem vinnutíminn er frá 12:45-16:00 alla virka daga, hægt að vinna frá einum upp í fimm daga vikunnar.

Unnið er samkvæmt gæðaviðmiðum í frístundarstarfi og leggjum við mikið uppúr lýðræðisþáttöku barna, vinnum í opnu starfi, klúbbum og sértæku hópastarfi.

Umsækjandi verður að hafa náð 18 ára aldri.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Leiðbeina börnum í leik og starfi
  • Aðstoð við skipulagningu á faglegu frístundarstarfi.
  • Samvinna og samráð við börn og annað samstarfsfólk.
  • Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að starfi frístundar.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Mikilvægt að hafa áhuga á að starfa með börnum
  • Sýna frumkvæði, gleði og sjálfstæði í starfi og hafa góða færni í mannlegum samskiptum.
  • Reynsla af starfi með börnum er kostur.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar.
  • Góð íslenskukunnátta.


Share: