Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi með brennandi áhuga á málefnum fatlaðra.
Aldan er verndaður vinnustaður og hæfing fyrir fatlað fólk. Starfsemin er samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr.38/2018, reglugerðum þeim tengdum og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Þar er komið til móts við þörf fatlaðs fólks á dagþjónustu, vinnu og hæfingu. Aldan rekur dósamóttöku, verslun, saumastofu, kertagerð o.fl., sér um pökkun, límmerkingar á alls kyns varningi fyrir stofnanir og fyrirtæki ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Sér um stjórnun, áætlanagerð og rekstur Öldunnar
- Ber ábyrgð á innra starfi, starfsmannamálum og samskiptum við aðstandendur og samstarfsaðila
- Ber ábyrgð á starfs-, þjónustu- og rekstraráætlunum
- Veitir leiðsögn til starfsmanna og leiðbeinenda
- Ber ábyrgð á samvinnu við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast Öldunni
Menntun og hæfniskröfur:
- Þroskaþjálfa- og iðjuþjálfamenntun, eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af starfi við félagsþjónustu, málefni fatlaðra eða sambærileg störf mikilvæg
- Þekking á starfsemi hæfingarstöðva og verndaðra vinnustaða
- Samstarfs- og skipulagshæfileikar
- Færni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Frekari upplýsingar um störfin:
Áhugasamir einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi ef við á. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf.
Umsóknir skulu berast í gegnum Alfreð.
Vinnutími: Dagvinna
Starfshlutfall: 100%
Starfssvið: Fjölskyldusvið
Umsóknarfrestur er til og með: 29. október 2021
Nánari upplýsingar veitir Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri: vildis@borgarbyggd.is eða í í símanúmer: 433-7100.