Laust starf forstöðumanns menningarmála

maí 13, 2022
Featured image for “Laust starf forstöðumanns menningarmála”

Borgarbyggð óskar eftir að ráða öflugan liðsmann til að sinna starfi forstöðumanns menningarmála í sveitarfélaginu.

Forstöðumaður menningarmála ber ábyrgð á menningarmálum sveitarfélagsins, ber þar með ábyrgð á Safnahúsi og menningarmiðstöðinni Hjálmakletti. Næsti yfirmaður hans sveitastjóri en atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd er stjórn Safnahússins. Forstöðumaður stjórnar rekstri Safnahússins og þeirra safna sem það hýsir og er þar með yfirmaður annarra starfsmanna þar.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ber ábyrgð á rekstri Safnahúss og er yfirmaður starfsmanna Safnahúss.
  • Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á rekstrarlegum þáttum Safnhúss.
  • Ber ábyrgð á menningarmálum sveitarfélagsins, útfærir og þróar menningarmál í heild hjá sveitarfélaginu, í samstarfi við stofnanir Borgarbyggðar, félagsheimili, menningarstofnanir í sveitarfélaginu og aðra aðila innan sem utan sveitarfélagsins.
  • Ábyrgð á að framkvæmd safna- og menningarmála sé í samræmi við skýrslu um framtíðarfyrirkomulag Safnahúss, stefnu sveitarfélagsins, lög og reglugerðir um söfn og menningarmál.
  • Ábyrgð og umsjón með öflun styrkja og styrktaraðila fyrir Safnahúsið.
  • Undir sviðið heyrir einnig menningarmiðstöðin Hjálmaklettur.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Gerð er krafa um háskólamenntun á meistarastigi sem nýtist í starfi.
  • Gerð er krafa um farsæla reynslu af rekstri og starfsmannahaldi.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og framúrskarandi samstarfshæfni.
  • Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Þekking og reynsla af safna- og menningarstarfi.

 


Share: