Laust starf forstöðumanns félagsmiðstöðvar

október 10, 2022
Featured image for “Laust starf forstöðumanns félagsmiðstöðvar”

Borgarbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfullan og áhugasaman einstakling til starfa í félagsmiðstöðinni Óðal í Borgarnesi. Í Óðal er þjónustað börn og ungmenni á aldrinum 10 – 16 ára.

Um er að ræða 80-100% starf.

Meginhlutverk félagsmiðstöðvarinnar Óðals er að bjóða börnum og ungmennum innihaldsríkt tómstundastarf. Í Óðal bjóðum við öllum börnum og ungmennum þátttöku í fjölbreyttu tómstundastarfi með það að markmiði að efla sjálfstraust og félagsfærni þeirra.

Einnig viljum við að bjóða upp á þægilegt umhverfi sem einkennist af öryggi, fagmennsku og virðingu þar sem við leggjum mikla áherslu á jákvæð samskipti og lýðræðislega starfshætti.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skipulagning, undirbúningur og framkvæmd félagsmiðstöðvastarfs í samráði við starfsfólk og þátttakendur í starfinu.
  • Ber ábyrgð á að efla virkni, ábyrgð, sjálfsmynd og sjálfstæði barna og ungmenna í Óðal með fjölbreyttum og aldursviðeigandi viðfangsefnum.
  • Leita leiða til að ná til þeirra barna sem þurfa stuðning í frístundum sínum og/eða þurfa á félagslegum stuðningi að halda.
  • Umsjón með Ungmennaráði Borgarbyggðar.
  • Skipulagning og umsjón með vinnuskóla Borgarbyggðar

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun á sviði uppeldis, félags- eða tómstundamála.
  • Mikilvægt að hafa áhuga á að starfa með börnum.
  • Frumkvæði, skipulagshæfileikar, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Reynsla af starfi með börnum/ungmennum.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar.
  • Góð íslenskukunnátta.

 


Share: