Laust starf deildarstjóra í Búsetuþjónustu

október 18, 2021
Featured image for “Laust starf deildarstjóra í Búsetuþjónustu”

Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.

Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.

Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.

Erum við að leita að þér?

Um afleysingarstarf er að ræða í eitt ár.

Deildarstjóri í búsetuþjónustu er starfsmaður félagsþjónustu sveitarfélagsins Borgarbyggðar. Helstu viðfangsefni er þjónusta við fatlaða. Starfið eru unnið samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018, og öðrum þeim lögum og reglugerðum sem við eiga ásamt reglum Borgarbyggðar um þjónustu sveitarfélagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Deildarstjóri leysir forstöðumann af í fjarveru hans
  • Tekur virkan þátt í daglegum rekstri deildarinnar
  • Leiðbeinir og aðstoðar þjónustuþega við athafnir daglegs lífs eftir því sem við á og tómstundaiðju
  • Sinnir faglegum verkefnum s.s. þjónustuáætlanir fyrir þjónustuþega
  • Fylgist með heilsu og vellíðan þjónustuþega
  • Sinnir öðrum störfum sem honum eru falin af yfirmanni

Menntun og hæfniskröfur:

  • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af starfi við félagsþjónustu, málefni fatlaðra eða sambærileg störf mikilvæg
  • Samstarfs- og skipulagshæfileikar
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
  • Þjónustulund og jákvæðni í starfi
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Færni í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um störfin:

Áhugasamir einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi ef við á. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf.

Umsóknir skulu berast í gegnum Alfreð.

Vinnutími: Vaktavinna

Starfshlutfall: 100% (afleysingarstarf í eitt ár)

Starfssvið: Fjölskyldusvið

Umsóknarfrestur er til og með: 27. október 2021

Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Guðmundsdóttir forstöðumaður: gudbjorg.gudmundsdottir@borgarbyggd.is eða símanúmer: 433 – 7280

 


Share: