Laust starf aðstoðarleikskólastjóra

mars 29, 2022
Featured image for “Laust starf aðstoðarleikskólastjóra”

Laus er til umsóknar staða aðstoðarleikskólastjóra í leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi, sem er þriggja deilda leikskóli í afar fallegu umhverfi. Leitað er að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að leiða áfram og taka þátt í faglegu leikskólastarfi þar sem þroski og velferð barna er í fyrirrúmi.

Áhersluatriðin í leikskólastarfinu eru: Einstaklingsmiðað nám, leiðtogahæfni, leikskólalæsi og heilsuefling.

Einkunnarorð leikskólans eru sjálfstæði, virðing og gleði – SAMAN GETUM VIÐ MEIRA.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ber ásamt leikskólastjóra ábyrgð á rekstri, daglegri stjórnun og skipulagningu skólastarfsins
  • Ber ábyrgð á að að unnið sé eftir aðalnámsskrá leikskóla og skólanámsskrá leikskólans
  • Er aðstoðarmaður leikskólastjóra og staðgengill hans

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennararéttindi og leyfisbréf kennara
  • Reynsla af starfi og stjórnun leikskóla
  • Fagleg forysta og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Hæfni, lipurð, umburðarlyndi og heiðarleiki í mannlegum samskiptum
  • Jákvætt viðhorf, frumkvæði og samstarfsvilji
  • Skipulagshæfni og sjálfstæði
  • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
  • Góð tölvukunnátta
  • Gott vald á íslensku máli og færni í ræðu og riti (C2)

Almennt um starfið

Vinnutími: Dagvinna

Starfshlutfall: 100%

Starfsvið: Fölskyldusvið

Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2022

Ráðið verður í stöðuna fyrir næsta skólaár eftir nánara samkomulagi.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá, afrit af prófskírteinum og kynningarbréf sem m.a. greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags stjórnenda leikskóla.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetjum við áhugasama um að sækja um óháð kyni og uppruna.

Nánari upplýsingar veitir Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri í síma 433-7160.


Share: