Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Á þeirri vegferð sem framundan er ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði að framúrskarandi þjónustu og öflugu vinnuumhverfis.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Markmið er að gera einstaklingum kleift að búa á eigin heimili,stunda vinnu og/eða taka virkan þátt í samfélaginu.
- Áhersla er lögð einstaklingsmiðaða þjónustu og valdeflingu þjónustuþega.
- Keyra matarbakka til aldraðra og öryrkja.
- Sinnir öðrum störfum sem honum eru falin af yfirmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð almenn menntun
- Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri
- Ökuréttindi skilyrði
- Hreint sakavottorð
- Félagsliðamenntun æskileg
- Íslenskukunnátta æskileg
Launakjör samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kjöl eða viðkomandi stéttarfélag.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum ef við á og starfsvottorð. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf. Öllum umsóknum verður svarað.
Umsóknir skulu berast í gegnum Alfreð – sjá hér.
Vinnutími: Vaktavinna
Starfshlutfall: Fullt starf
Starfssvið: Fjölskyldusvið
Umsóknarfrestur er til og með: 24. mars 2023
Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. júní eða eftir nánara samkomulagi
Nánari upplýsingar veitir Ingunn Alexandersdóttir, netfang: ingunn.alexandersdottir@borgarbyggd.is eða í síma 4337281
Umsóknarfrestur til 24. mars 2023