Lausar stöður kennara við afleysingar

nóvember 1, 2021
Featured image for “Lausar stöður kennara við afleysingar”

Erum við að leita að þér?

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir kennurum við afleysingar út skólárið 2021-2022

Auglýst er eftir kennara í

  • 50% stöðu við starfsstöð skólans á Hvanneyri til vors
  • Afleysingakennara í styttri tímabil í vetur
  • Umsjónarkennara á yngsta stig á Kleppjárnsreykjum frá 1. febrúar

Skólinn vinnur eftir gildum heilsueflingar og grænfána og er leiðtogaskóli. Nánar um stefnu skólans er á heimasíðunni www.gbf.is

Menntun og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf grunnskólakennara
  • Reynsla af kennslu i grunnskóla
  • Áhugi og metnaður fyrir að starfa með börnum og ungmennum
  • Jákvæðni og lipurð í samskiptum
  • Framtaksemi og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Metnaður í starfi

Frekari upplýsingar um starfið:

Áhugasamir einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi ef við á. Umsókn skal einnig fylgja kynningarbréf.

Umsóknir skulu berast í gegnum Alfreð.

Öllum umsóknum verður svarað.

Vinnutími: Dagvinna

Starfshlutfall: 50-100%

Starfssvið: Fjölskyldusvið

Umsóknarfrestur er til og með: 8. nóvember 2021

Nánari upplýsingar veitir Helga Jensína Svavarsdóttir skólastjóri, netfang: helga.jensina.svavarsdottir@gbf.is – símanúmer: 8611661

 


Share: