Laus staða skólaliða og starfsmann frístundar

nóvember 1, 2021
Featured image for “Laus staða skólaliða og starfsmann frístundar”

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir starfsmanni í samþætt starf skólaliða og leiðbeinanda í frístund við Kleppjárnsreykjadeild skólans í 70% stöðu frá 1. desember 2021 til 8. júní 2022

Vinnutími 10:30-16:00

Skólinn vinnur eftir gildum heilsueflingar og grænfána og er leiðtogaskóli. Nánar um stefnu skólans er á heimasíðunni www.gbf.is Skólaliði tekur þátt í uppeldisstarfi og öðrum störfum sem fram fara innan skólans. Megin áhersla er lögð á velferð og vellíðan nemenda.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Sér um daglega ræstingu skv. nánari lýsingu, heldur húsnæði og lóð skólans hreinni og snyrtilegri skv. vinnuáætlun.
  • Aðstoðar nemendur í leik og starfi, leiðbeinir þeim í samskiptum þeirra við aðra nemendur og starfsfólk skólans.
  • Hefur umsjón með nemendum í frímínútum og matartímum úti og inni. Fylgir nemendum á milli kennslusvæða og einnig í búningsklefum ef með þarf.
  • Fylgist með nemendum í hléum milli kennslustunda, leiðbeinir þeim í samskiptum.
  • Hefur umsjón með nemendum í frístund.
  • Aðstoðar nemendur ef með þarf við að ganga frá fatnaði sínum og hefur umsjón með fatahengi og óskilamunum
  • Aðstoðar starfsfólk í mötuneyti á álagstímum samkvæmt vinnuáætlun

Menntun og hæfniskröfur:

  • Reynsla af starfi í skóla æskileg
  • Góð færni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi, frumkvæði og sjálfstæði í starfi

Frekari upplýsingar um starfið:

Áhugasamir einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi ef við á. Umsókn skal einnig fylgja kynningarbréf.

Umsóknir skulu berast í gegnum Alfreð.

Öllum umsóknum verður svarað.

Vinnutími: Dagvinna frá kl. 10:30 – 16:00

Starfshlutfall: 70%

Starfssvið: Fjölskyldusvið

Umsóknarfrestur er til og með: 10. nóvember 2021

Nánari upplýsingar veitir Helga Jensína Svavarsdóttir skólastjóri, netfang: helga.jensina.svavarsdottir@gbf.is – símanúmer: 8611661

 


Share: