Laus störf í félagslegri liðveislu

desember 2, 2021
Featured image for “Laus störf í félagslegri liðveislu”

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar óskar eftir starfsfólki í félagslega liðveislu í Borgarbyggð. Vakin er athygli á því að það vantar sérstaklega liðveitendur á Varmalandi, Kleppjárnsreyki, Hvanneyri og Bifröst.

Markmið með liðveislu er fyrst og fremst að veita aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun og njóta tómstunda utan heimilis. Einnig að efla einstaklinga til sjálfshjálpar og veita persónulegan stuðning.

Við leitum að hressum og skemmtilegum einstaklingum, 18 ára og eldri. Vinnutími er sveigjanlegur og eru laun samkvæmt kjarasamningi Sambands Íslenskra sveitafélaga.

Nánari upplýsingar má nálgast hjá Fjölskyldusviði Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða í tölvupósti sylvia@borgarbyggd.is .


Share: