Laus staða kennara við Grunnskóla Borgarfjarðar

maí 12, 2021
Featured image for “Laus staða kennara við Grunnskóla Borgarfjarðar”

Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli í Borgarbyggð með um 160 nemendur. Starfstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur og eru þau höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans. 

Við leitum að öflugum einstaklingum í umsjónarkennslu í teymum á yngsta og miðstigi. Um er að ræða afleysingar til eins árs frá og með 1. ágúst 2021 .

Komdu í lið með okkur!

HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ

Mikilvægt að umsækjandi sé tilbúinn að vinna í teymi og vinna eftir stefnu og gildum skólans. Lögð er áhersla á jákvæðan skólabrag, skólinn er leiðtogaskóli og vinnur með 7 venjur til árangurs, starfar í anda heilsueflingar og leggur áherslu á umhverfisvitund með þátttöku í þróunarvekefnum um heilseflandi skóla og Grænfána. Heimasíða skólans er http://www.gbf.is/  

MENNTUN OG HÆFNISKRÖFUR

  • Leyfisbréf grunnskólakennara 
  • Reynsla af kennslu i grunnskóla 
  • Áhugi og metnaður fyrir að starfa með börnum og ungmennum 
  • Jákvæðni og lipurð í samskiptum 
  • Framtaksemi og sjálfstæði í vinnubrögðum 
  • Metnaður í starfi 

FREKARI UPPLÝSINGAR UM STARFIÐ

Vinnutími: Dagvinna

Starfshlutfall: 100%

Starfsvið: Fjölskyldusvið

Umsóknarfrestur: 25. maí. 2021

Um er að ræða afleysingar til eins árs frá og með 1. ágúst 2021.

Umsókn skal senda á netfangið: atvinna@borgarbyggd.is  Umsókn skal fylgja náms- , starfsferils- og meðmælaskrá ásamt afriti af prófskírteinum ef við á. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf.  Öllum umsóknum verður svarað.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga  við viðkomandi stéttarfélag.

Við hvetjum alla við áhugasama um að sækja um óháð kyni og uppruna.

Nánari upplýsingar veitir Helga Jensína Svavarsdóttir skólastjóri í síma 861-1661 eða á netfanginu: helga.jensina.svavarsdottir@gbf.is.


Share: