Hættustig vegna hættu á gróðureldum

maí 12, 2021
Featured image for “Hættustig vegna hættu á gróðureldum”

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vestfjörðum, Vesturlandi, Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi hafa ákveðið að lýsa yfir hættustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Svæðið sem um er að ræða nær frá Breiðafirði að Eyjafjöllum. Þessi ákvörðun er byggð á undanfarið hefur lítið rignt þessu svæði og veðurspá næstu daga sýnir ekki neina úrkomu af ráði.

 

Banna opin eld vegna þurrkatíðar
Samhliða því að fara á hættustig þá hafa allir slökkviliðsstjórar, á því svæði sem hættustig nær yfir, tekið þá sameiginlegu ákvörðun að banna meðferð opins elds vegna þurrkatíðar sem nú geysar. Slökkviliðsstjórar hafa sammælst um að slíkt bann sé nauðsynlegt þar sem mikil eldhætta getur skapast af litlum neista.

Bann þetta er í samræmi við reglugerð nr. 325/2016 um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum.

 

Almenningur og sumarhúsaeigendur á svæðinu eru hvattir til að:

 

• Ekki kveikja eld innan sem utandyra (kamínur, grill, varðeldar, flugeldar og fleira)

• Ekki nota einnota grill sem og venjuleg grill

• Kanna flóttaleiðir við sumarhús

• Huga að brunavörnum (slökkvitæki, reykskynjarar) og gera flóttaáætlun

• Ekki vinna með verkfæri sem hitna mikið eða valda neista

• Fjarlæga eldfim efni við hús (huga að staðsetningu gaskúta)

• Bleyta í gróðri kringum hús þar sem þurrt er

 

Hægt er að kynna sér betur hættur vegna gróðurelda:

Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112.


Share: