Handsömun katta á Hvanneyri

júní 16, 2022
Featured image for “Handsömun katta á Hvanneyri”

Gæludýraeftirliti Borgarbyggðar hafa borist tilkynningar og ábendingar um ágang villtra eða hálfvilltra katta á Hvanneyri. Hvanneyri er innan friðlandsins í Andakíl þar sem í stjórnunar-og verndaráætlun koma fram þau tilmæli til íbúa á verndarsvæðinu að halda köttum sínum innandyra yfir varptímann, frá 20. apríl til 20. júlí  ár hvert til verndar fuglalífi.

Í 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um velferð dýra nr. 55/2013 kemur fram að dýr sem ekki eru merkt í samræmi við 22. gr. laganna teljist hálfvillt dýr.

Þegar tilkynnt hefur verið um ágang villtra kattardýra er sveitarfélagi heimilt að fanga ketti með föngunarbúrum sbr. 24. gr. laga um velferð dýra nr. 55/2013, sbr. 12. gr. reglugerðar um velferð gæludýra nr. 80/2016 og sbr. 8. gr. samþykktar um hunda og kattahald í Borgarbyggð. Ef eigendur katta hafa ekki merkt dýrið í samræmi við 22. gr. ofangreindra laga, teljast kettirnir því sem hálfvillt dýr.

Til að bregðast við þessum tilkynningum er áætlað að setja út búr á Hvanneyri á næstu dögum til að fanga villta og hálfvillta ketti. Þeim tilmælum er því beint til íbúa að halda heimilisköttum innandyra á næstunni.

Þá er minnt á að skylt er að einstaklingsmerkja hunda og ketti og sækja um leyfi til sveitarfélagsins til að halda hunda og ketti í þéttbýli.

Nánari upplýsingar eru hér.


Share: