Gróður á lóðamörkum

september 22, 2022
Featured image for “Gróður á lóðamörkum”

Borgarbyggð hvetur íbúa til að huga að gróðri við lóðarmörk og klippa trjágróður frá stéttum og stígum.

Gróður sem vex út fyrir lóðamörk getur dregið úr öryggi vegfarenda og þrengt að umferð á götum, gangstéttum og stígum. Mikilvægt er að snyrta gróður þannig að vegfarendur komist leiðar sinnar hindrunarlaust, tryggja þarf að umferðarmerki sjáist vel og að gróður byrgi ekki götulýsingu.

Þá þarf aðhuga að aðgengi vegna snjóhreinsunar, bæði á götum og gangstéttum.

Garðeigendur eru minntir á að samkvæmt byggingarreglugerð er þeim skylt að halda vexti trjáa og runna innan lóðarmarka:

„Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götur, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun.“

Sjá nánar í Byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br.

 


Share: