Fuglaflensa: upplýsingar og viðbrögð

apríl 28, 2022
Featured image for “Fuglaflensa: upplýsingar og viðbrögð”

Vakin er athygli skæðri fuglaflensu sem herjar á villta fugla og hefur borist í alifugla á Íslandi í vor.

Ef vart verður við veika ósjálfbjarga fugla í nærumhverfi manna, er hugsanlegt að þeir séu smitaðir af fuglaflensuveirunni og er almenningi ráðið frá því að handleika slíka fugla. Senda þarf tilkynningu til sveitarfélagsins sem skal sjá til þess að gripið sé til viðeigandi aðgerða.

Hægt er að senda inn ábendingu í gegnum ábendingahnapp á heimasíðu sveitarfélagsins, hringja í þjónustuver, eða senda tölvupóst á borgarbyggd@borgarbyggd.is.

Þegar villtur fugl finnst dauður skal hafa samband við Matvælastofnun, nema augljóst sé að hann hafi drepist af slysförum. Best er að tilkynna um dauðan fugl með því að skrá ábendingu á heimasíðu stofnunarinnar, www.mast.is.

Ítarlegar upplýsingar um fuglaflensuna er að finna á heimasíðu Matvælastofnunar.


Share: