Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í verkið: Flatahverfi Hvanneyri 2022.
Verklok eru 15. júní 2023.
- Áfanga 1 skal lokið 30. apríl 2023
- Áfanga 2 (Yfirborðsfrágangur) skal lokið 15. júní 2023
Verkið felur í sér gerð á nýjum götum í Flatahverfi á Hvanneyri, Þrastarflöt, Ugluflöt og Hrafnaflöt. Einnig felur verkið í sér yfirborðsfrágang á Rjúpuflöt og Arnarflöt innan sama hverfis þar sem nú þegar er búið að jarðvegsskipta og leggja veitulagnir.
Verktaki skal jarðvegsskipta götustæðum samkvæmt kennisniðum og leggja styrktarlag, burðarlag og malbika götur og gangstíga ásamt því að steypa kantsteina. Verktaki skal einnig leggja fráveitu, vatnsveitu, hitaveitu, reisa ljósastaura, leggja ljósastaurastreng og ýmist leggja eða aðstoða við lagningu annara veitulagna.
Helstu magntölur eru:
- Gröftur 3.600 m³
- Styrktarlag og fylling í lagnaskurði 5.068 m³
- Burðarlag 201 m³
- Malbik 3620 m2
- Steinsteypa 165 m³
- Fráveitulagnir 618 m
- Vatnsveitulagnir 287 m
- Ljósastaurar 12 stk.
- Hitaveitulagnir 317 m
Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með fimmtudeginum 13. október 2022. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Orra Jónsson hjá Eflu Vesturlandi með tölvupósti á netfangið orri.jons@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borgarnesi fyrir kl. 10:00 föstudaginn 28. október 2022, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.