Laus er til umsóknar staða leiðbeinanda við félagsstarf aldraðra í Borgarbyggð.
Starfið felur í sér skipulagningu og umsjón með félagsstarfinu og leiðbeiningar við verkefni, s.s. hannyrðir og listsköpun af ýmsu tagi, skipulagningu námskeiða fyrir fræðslu og afþreyingu auk þematengdra verkefna með vinnu-og hæfingarstað fatlaðra. Félagsstarfið er vettvangur samfunda, samskipta og skapandi athafna. Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem hefur áhuga á málefnum aldraðra og fatlaðra, reynslu af vinnu við skapandi verkefni og sýnir metnað og frumkvæði í starfi.
Erum við að leita að þér?
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Skipuleggja og hafa umsjón með virkni, skemmtun og áhugahvetjandi verkefnum.
- Leiðbeina við verkefni s.s. hannyrðir og listsköpun af ýmsu tagi.
- Samvinna við vinnu- og hæfingarstað fatlaðra um námskeið og afþreyingu.
Menntun og hæfniskröfur:
- Þekking og reynsla af vinnu með öldruðum.
- Þekking og reynsla af vinnu með fólki með fötlun.
- Reynsla af vinnu við skapandi verkefni.
- Lipurð í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi.
- Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
Frekari upplýsingar um starfið:
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um óháð kyni.
Launakjör eru samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi ef við á. Umsókn skal einnig fylgja kynningarbréf.
Umsóknir skulu berast í gegnum Alfreð(alfred.is):
Vinnutími: Dagvinna
Starfshlutfall: 50%
Starfssvið: Fjölskyldusvið
Umsóknarfrestur er til og með: 30. ágúst n.k.
Nánari upplýsingar veitir Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri, vildis@borgarbyggd.is
Símanúmer: 4337100