Dílatangi Borgarnesi – Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags

mars 15, 2023

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 23. desember 2023 eftirfarandi tillögu samkvæmt 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

  • Deiliskipulag Dílatanga

Skipulagssvæðið tekur til 25,9ha svæðis sem er að mestu byggt. Innan svæðis eru 134 íbúðir, hjúkrunarheimili, heilsugæsla, kirkjugarðs o.fl. Deiliskipulag fyrir dvalarheimili aldraðra frá árinu 2006 og Deiliskipulag fjölbýlishúsalóðar við Kveldúlfsgötu 29 frá árinu 2007 falla úr gildi við gildistöku þessa deiliskipulags.

Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og mun taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. 

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögunar og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skipulags- og byggingardeildar Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, Borgarnesi.

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Borgarbyggðar á www.borgarbyggd.is

Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.

Deiliskipulag

Skýringaruppdráttur

Greinargerð


Share: